blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, janúar 14, 2006

Ég er búin að fatta að það er blessaður bjórinn og vínið og hinir vinir þeirra sem valda mestri fitun hjá mér. Ef ég drekk ekki get ég borðað nokkurn veginn hvað sem ég vil. Allamalla.

Jæja, en burtséð frá ofangreindri nöturlegri staðreynd get ég sagt ykkur það að ég er búin að vinna á hverjum degi síðan ég kom aftur hingað til DK. Jafnvel eftir næturævintýri okkar Alexander hér á þriðjudeginum, skreið ég á lappir á miðvikudeginum upp úr ellefu og fór að vinna að ýmsu í starfi minu sem TA. Þetta eru allt í allt 11 dagar í trekk. Ókei, ekkert svo mikið enn sem komið er.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home