blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, janúar 07, 2006

Það gekk ýmislegt hér á í nótt. Og þá á ég ekki við hér í minni kytru, ó nei. Á meðan ég barðist við að festa blund og bylti mér og sneri á alla kanta, dundu á mér óp og stunur, brestir og brak og þvíumlíkur hamagangur úr öllum áttum. Uppi hömuðust rúmfæturnir við að stappa í geysihröðum Riverdance fílingi meðan við hliðina á var skrækt og æjað sem væri himnaríki nærri. Reyndar var rólegi gaurinn við hliðina á mér ekki með nein læti, enda ekki við slíku að búast af manni sem hefur einu sinni heyrst hækka í I want to break free. Annarsstaðar í húsinu var partí og hækkað og lækkað í Madonnu á víxl. Svo fannst mér svei mér þá eins og þar byrjaði eitthvert erótískt samsæti líka. Og á meðan á þessu gekk, lá góða stúlkan í rúminu sínu, alein í bleikum náttkjól frá Lindex, og hnyklaði brúnir yfir ólátunum. En eiginlega fannst mér þetta fínt fyrir krakkana, ég var orðin hálfundrandi á að hafa búið hér í eitt og hálft ár og hafa aldrei nokkurn tímann heyrt neinn stunda kynlíf. Og var farin að vorkenna þessu liði, ykkur að segja.

Annars vann ég persónulegan sigur í nótt. Mér tókst loksins að fara að sofa í myrkri aftur. Í tæpt ár hef ég nefnilega sofið við lampa, þegar ég er ein þ.e.a.s., sökum myrkfælni, en nú virðist mér loksins hafa tekist að trúa því að það séu ekki draugar og skrímsli hér í íbúðinni um leið og slökkt er á öllum ljósum. Til hamingju, Anna mín.

1 Comments:

  • til hamingju:D myrkfælni er ömurleg og sérstaklega þegar fólkið í kringum mann sýnir manni ekki skilning:( ég er að fara í jaxlatöku eftir 10 klukkutíma og 8 mínútur:(:(:(:(:( HJÁLP! *vorkenn* ...mig langar í bjór...

    By Blogger Halla, at 1:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home