Goodie goodie!! Topmodel í sjónvarpinu á eftir!! Ég átti reyndar að hitta gamle Ivan í kvöld, en hann lætur ekki heyra frá sér enn sem komið er. Maðurinn er alltaf að biðja mig um að hitta sig og svo þegir hann bara þunnu hljóði. Hvernig á að skilja þetta?
Jæja, voða fínt að vera komin aftur inn á DIS eftir jólafríið, ég er búin að ljósrita, líma og raða og takast að búa til paperjam í ljósritunarvélinni þó nokkrum sinnum. En ég kann að laga slík apparöt og læt því ekki svona lagað á mig fá. Svo fékk ég jólagjöfina mína frá DIS. Það var dýrindis servereringskål frá GEORG JENSEN!! og ég fór strax að ímynda mér þessa skál fulla af maríneruðum ólívum, í góðum félagsskap glitrandi rauðvíns og dýrindis hvítu brauði...Allt slíkt verður þó að bíða þar til að átakið sem ég þykist vera í er búið.
Jæja, Íbbi hafði sig í að hringja og ætla ég að hitta hann á krá þeirri er kennd er við Niels Juhl í Holbergsgade. Sumir muna nú kannski eftir þeirri búllu. En ég fer ekki héðan fyrr en ég er búin að heilsa upp á Tyru og gellurnar!
2 Comments:
við getum stofnað Georg Jensen safn saman!! :D í dag var fyrsti skóladagurinn minn og já.. hvað á maður að segja!?! þetta "nám" tekur aldrei enda! ég er að hugsa um að kveðja skólastofnanir fyrir fullt og allt í vor og verða bóndakona í suðurríkjum Bandaríkjanna!!!!!
By Halla, at 6:02 e.h.
Bíddu bara, ég er búin að vera í þessum bransa í 19 ár og ekki sér enn fyrir endann á því...
By Jon Kyst, at 6:32 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home