blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, maí 18, 2006

ÚFF! Ég er búin að vera í HRIKALEGU skapi í allan dag, enda fátt betur til þess fallið að eyðileggja lundina en leiðinda málþing þar sem fólk blaðrar allan daginn og notar löng og merkileg orð. Ég sá það reyndar á leiðinni heim, þar sem ég rölti eins og lítið þrumuský í pilsi, að ein af aðalástæðunum fyrir fýlu minni var að ég hafði hlustað á annað fólk tala í allan dag og ekkert sagt sjálf. S.s., enginn hluti dagsins fyrir utan morguninn snérist um mig og það féll greinilega ekki í kramið hjá litla narkissistanum henni Önnu. Eníveis, það voru nú líka aðrar ástæður að baki fýlunnar miklu en ég nenni ekki að fara út í þær núna. Enda Lise komin yfir og engin ástæða til að vera í fýlu lengur.

1 Comments:

  • hæ:D hahha veistu hvað?!?! hahhahaha í nótt kom ég með tvo karlmenn heim! og við töluðum víst svo hátt að mamma kom og brjálaðist! :s:s þrátt fyrir að hafa tekið langa pásu niðrí forstofu til að hlæja virtist sem við höfðum enn einhverja þörf til að vera með læti....furðulegt!

    By Blogger Halla, at 1:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home