blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, maí 30, 2006


Á morgun skila ég inn sextán blaðsíðum af snilld undir heitinu "Sprogforstyrrelser i Dobbeltgængeren og Kappen", og kemst þar með einu skrefi nær BA-gráðunni. Jibbíjei! Svo hoppa ég upp í rútu til Rostock að heimsækja hana Steffi mína. Á myndinni hér til vinstri má sjá okkur að reyna að vera krútt á nöprum vordegi í Kaupmannahöfn, fyrir u.þ.b. ári síðan. Þó við séum orðnar gamlar og ráðsettar (lesist "hundleiðinlegar") miðað við óskapnaðinn sem gekk hér á í den, er aldrei að vita nema okkur takist að lyfta okkur dulítið upp. Og í þetta sinn skal mér takast að komast með bölvaðri rútunni!!

1 Comments:

  • já, og ekki vera feimin við að SPURJA rútubílstjórana hvert þeir eru að fara!!! ;)

    By Blogger Halla, at 1:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home