blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, maí 30, 2006

Aukafrétt - ég er búin að skaffa mér vinnu í Pönnukökuhúsinu (var það ekki þar sem nornin bjó í Hans og Grétu?) á Hróarskeldu. Þar verður sjálfsagt hvorki norn né Hans ellegar Gréta, heldur franskar krepes pönnsur og chili con carne og annað þvílíkt. Og hún ég, ójájájá.
Roxette er í sjónvarpinu. Að syngja og spila lag sem er nákvæmlega eins og öll önnur Roxettelög, og söngkonan er enn með aflitað hár. Sumu fólki skilst greinilega ekki hvenær þeim ber að setjast í helgan stein.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home