blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, maí 29, 2006

Í gær var sögulegur dagur. Hverju sætir það, spyrja lesendur þá og klóra sér kannski undrandi í kollinum? Jú, í gær gerði ég nefnilega ekki neitt, a.m.k. ekki neitt sem fól í sér praktískan tilgang. Allur dagurinn fór í það að sofa, liggja vakandi í rúminu, horfa á sjónvarpið, borða akfeita pítsu og fletta í dömublaði. Þegar ég loksins kom heim til mín (aðgerðaleysið fór fram í nýjum híbýlum Armens, Socialt Kollegium hér lengra úti á Amager), var dugnaðurinn ekki meiri en svo að mér tækist að fara í sturtu, hringja í Nönnu og svo horfa á Notting Hill og borða ís með því. Jú, reyndar lakkaði ég á mér neglurnar, en það má deila um praktískan tilgang þeirrar athafnar. Mikið var lekkert að gera svona ekki neitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home