blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, maí 24, 2006

Til hamingju Óskar og Belen!

Bróðir okkar systranna, það er að segja hann Óskar, er að fara að gifta sig eftir...minna en viku! Hin lukkulega brúður er frauka hans til margra ára, hún Belen María. Eins og þeim einum er lagið var þessi ákvörðun tekin og tilkynnt í skyndi, svo ég næ því miður ekki að koma og sjá þegar þau verða hneppt saman. Er það ekki það sem maður segir? Almennileg veisla verður haldin einhvern tímann í sumar, og það getur víst ekki talist annað en ærið tilefni til að kaupa sér nýjan kjól, sem og flugmiða til gamla landsins. En hjartanlega til hamingju krakkar mínir, ef ég ætti mynd af ykkur á stafrænu formi yrði hún birt hér. En svo er ei, held reyndar að ég eigi enga mynd af ykkur saman yfirleitt.

Sjitt. Var að sjá að stúdentaskírteinið mitt rennur út níunda ágúst tvöþúsundogátta. Það er eins gott að maður verði kominn héðan út (úr háskólanum, altso) fyrir þann dag. Ef ég á að segja eins og er, þá vona ég líka að svo verði. Þann góða dag verð ég komin vel á tuttugasta og áttunda árið og búin að vera í háskóla í sex ár. Sem telst notabene ekki neitt hér í landi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home