blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, júní 05, 2006

Í gærkveldi var brjálæði. Litadýrð, trumbusláttur, brosandi andlit í öllum litum og æsandi taktur rennur út í eitt...veit varla hvar ég var, fólk segir að þetta hafi átt sér stað í Fælledparken en fyrir mér hefði þetta getað verið í Kenýu eða einhverju álíka framandi landi. Konur í glitrandi bikiníum með fjaðraskraut á höfði, indjánar í fullum skrúða, svartir menn í hóp að syngja og spila á trommur og ég að dansa í hringnum. Núna finnst mér eins og þetta hafi verið draumur en aumir vöðvar og óhreinir skór bera þess vitni að þetta hafi gerst í raun og veru. Hið sama segja silfureyrnalokkar í líki drekaflugu, sem ekki lágu í skartgripaboxinu mínu í gær.

1 Comments:

  • ekki veit ég hvað þú ert alltaf að þvæla um að þú sért orðin svo gömul kelling!! ekki sé ég betur en ritað sé um hvert djammið á fætur öðru!!

    By Blogger Halla, at 1:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home