blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, maí 22, 2006

Arg smarg. Af hverju þarf ég alltaf að velja mér abstrakt og flókin nörda-viðfangsefni þegar ég á að skrifa ritgerð. Hví, ó hví? Svarið við þeirri spurningu er sennilega: "Einu sinni nörd, ávallt nörd."

Frétt dagsins er að í morgun voru settir upp stillansar fyrir utan gluggann minn. Það þýðir að allur friður er úti og ekki lengur hægt að valsa um klæðlaus eða stunda kynlíf fyrir frádregnum gardínum, þar sem að áhorfendur hafa nú færst nær en góðu hófi gegnir. Reyndar varð ég ekki vör við að maðurinn sem gekk fram og tilbaka framhjá glugganum mínum í morgun virti mig svo mikið sem viðlits. Hann hefur sjálfsagt séð allt sem hægt er að sjá í þessum bransa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home