blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, september 18, 2006

Halló halló. Ég er svo spennt yfir yfirvofandi Ameríkuferð að mér finnst ég ýmist þurfa að pissa í buxurnar eða þá er ég hrædd um að gleyma að mæta út á völl. Efast nú um að það seinna gerist, eða það fyrra heldur. En svei mér, ég hef aldrei farið í svona langferðalag, og hvað sem öllu Rússlandsbrölti heilsast, þá finnst mér ég aldrei hafa verið svona stressuð og spennt yfir nokkru ferðalagi síðan að ég var lítil. Allir að krossa fingur fyrir mér!

Svo er hér mikið familíuhúllumhæ, mamma, Gunnar, Sigga Stína frænka (langskemmtilegast frænka mín) og maðurinn hennar Þór, og börn Vala og Hákon, eru í bænum. Alveg frábært að vera svona mikið samvistum við þessa blessuðu fjölskyldu, sem ég sé því miður allt of lítið af, t.d. hef ég ekki séð Siggu Stínu og kó í tvö ár!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home