Í gær var lokaspretturinn í stress og vinnumaraþoni ársins, og endaði ég það með því að verða mjög full, eins og ég hafði ákveðið fyrr um daginn. Mér finnst nefnilega langauðveldast að slappa af og vera ekkert að stressa mig þegar timburmennirnir eru í heimsókn, eins og ég útskýrði fyrir öðrum torsdags-bargestum á meðan ég serveraði öl og vodka í stríðum straumum. Svo varð ég full og ræddi margt og merkilegt málefnið við aðra viðstadda, og ráfaði að lokum inn í CNI-barinn í næsta herbergi. Þar hitti ég fyrir hann Thomas, nágranna minn og flagara mikinn. Við settumst við barinn og drukkum ókeypis bjór og töluðum um ástina og lífið, og ég sagði honum að nú ætti hann ekki að reyna neitt við mig, því við værum vinir og fyrir utan það er hjarta mitt lofað öðrum manni, sem ég tjáði mig einnig mikið um. Svo neyddi ég hann til að dansa við mig og eitthvað fannst honum erfitt að halda viðreynslunni í skefjum, því hann var sífellt að reka upp gól: "Pas på, nu er jeg altså meget tiltrukket af dig!" Haha! Gaman að þessu.
Hvað sem timburmönnum líður, er ég bara alveg að verða ferðafær, á eftir að raspa, pússa og lakka á mér táslurnar, henda nokkrum varalitum ofan í tösku og svo er ég bara reddí. Ástmaðurinn yndisfagri tekur svo á móti mér í San Fransiskó og svo verðum við þar eina nótt, og svo förum við heim til hans í San Luis. Jii, ég er svo spennt!
1 Comments:
ENJOY!
By Tinnuli, at 4:25 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home