blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Ég er ekki í lagi. Í gær þurfti ég að ná í mömmu en hún var ekki á Skæpinu og ég hvort sem er á þvælingi um bæinn. Ég sendi henni því sms, en mig grunar að hún kunni ekki að opna smsin á símanum sínum, því aldrei hef ég fengið nein svör við þeim fáu smsum sem ég hef sent henni. Og svo kemur hún alltaf af fjöllum þegar ég fer að spyrja. Svo datt mér í hug að senda Hallgerði sms og biðja hana um að biðja mömmu að hringja í mig, og var að rifja upp símanúmerið hennar þegar ég mundi allt í einu eftir að stúlkan sú er í Suður-Ameríku og búin að vera í einn og hálfan mánuð. Það má lesa um ævintýri hennnar, villt og tryllt eins og þau eru á www.suduramerika.com .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home