blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, febrúar 02, 2007


Mikið ógurlega get ég eytt miklum tíma í vitleysu á netinu þegar ég á að vera að læra. Ég held líka að aðalástæðan fyrir því sé að mér leiðist að búa ein og vil ímynda mér að ég sé að tala við einhvern. En þar sem ég er greinilega ekki að fara að leggja í Karamzin næsta hálftímann held ég að mér sé réttast að fara í Nettó og kaupa klósettpappír. Aldrei að vita nema ég kaupi svolítið nammi til að stytta mér stundir við lesturinn. Þá getur verið að ég bæti aðeins á mig og vonandi sest það þá á júllurnar, þær eru því miður ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Ég vil helst stöðva þessa þróun.
Hinn ameríski draumur í Santa Monica.


Svo vil ég smella hér inn einni mynd af mér og kærastanum mínum, til þess að vera soldið væmin. Hann er nefnilega alveg óhugnalega sætur og ég er alveg fáránlega skotin í honum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home