blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, maí 18, 2007

Hjálpi mér nú allir heilagir sem óheilagir. Almáttugur hvað það er leiðinlegt að læra fyrir próf. Ég er nýbyrjuð á því og strax komin með viðbjóð á því.

Aðrir hlutir sem ég er komin með leið á:

1. Vorveður sem lætur eins og það sé haustveður. ARG!
2. Brúnkukrem sem virka ekki. Nú er ég búin að nota Dove's Summer Glow nærri daglega í tvær vikur. Fótleggir mínir eru orðnir létt gulbleikir (voru áður grábláir), og einhver smá gyllt slikja á framhandleggjunum (sem ég held að engir aðrir nema ég sjái), en restin af mér, andlitið þar með talið, er nákvæmlega jafn grábláhvítt og áður. Þetta er í seinasta sinn sem ég prófa þetta helvítis drasl.
3. Að vera alltaf alveg hrikalega hvít. Nátengt liði nr.2. Mér fyndist þetta ekki jafn pirrandi ef að ég byggi á Íslandi, þar sem allir eru hvítir og veðrið hvort sem er alltaf vont. En Danir virðast hafa tíu sinnum meira litarefni í húðinni en við, og maður verður eitthvað svo sjúklegur að sjá svona náfölur um hásumar.
4. Að eyða tíma mínum í hangs á netinu og fyrir framan sjónvarpið (held ég hafi minnst á þetta áður).

O, mig langar mest að gefa skít í allt, panta mér pizzu og flippa geðveikt út.

2 Comments:

  • Prófaðu NIVEA brúnkukremið, það virkar!

    By Blogger Tinnuli, at 8:29 e.h.  

  • Anna mín, danir verða líka krumpaðir og hrukkóttir langt fyrir aldur fram. Mæli með að halda sig við ljósu húðina, fá sér bleikan kinnalit og brosa breitt.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home