blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, september 17, 2007

Það kom að því í dag sem ég hef óttast síðan að ég flutti hingað inn. Ég gekk út og skellti á eftir mér án þess að taka lyklana með. Hurðin skellur í lás, sjáiði til. Á Brigadevej var ég sífellt að snúa við til að athuga hvort ég hefði læst á eftir mér, og hér er ég alltaf að fullvissa mig um að ég sé með húslyklana á mér þegar ég loka á eftir mér. En ég gleymdi því semsagt í dag. Ég var ekki fyrr komin út á götu fyrr en hinn hryllilegi sannleikur helltist yfir mig eins og ískalt vatn úr fötu, og ég greip í örvæntingu í dyrahúninn og hristi hann, eins og það breytti einhverju. Til allrar hamingju komu nágrannarnir aðvífandi mér til hjálpar, og það kom svo í ljós að formaður hússtjórnarinnar var með lykil að íbúðinni. Takk, heillastjarna. Það hefði nú ekki vantað annað en að ég læsti mig úti og þyrfti að láta að skipta um lás daginn áður en að Armen mætir á staðinn. Lyklasettið hans liggur nefnilega ofan á kommóðunni minni, skiljiði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home