blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Vorid er a næsta leyti, og eg er komin i gamla goda svarta jakkann minn. Væri nu alveg til i ad skipta honum ut, hann er ad verda halfthreyttur blessunin.

Um helgina var eg i vinnunni eins og alltaf (finnst mer ordid)og var svo hrikalega threytt almennt ad ad bædi var eg ad leka nidur medan eg matadi gamlingjana a grautnum, og bada dagana svaf eg svo i fjora klukkutima um daginn og svaf svo lika mikid um nottina. A sunnudeginum horfdi Ivan a Ghost of the Samurai, vissulega var eg likamlega til stadar en myndin for ad mestu leyti framhja mer, nadi tho ad sja med odru auganu ad Tom Cruise var farinn ad tala nokkud goda japonsku, eftir uthb tvær vikur i sambyli vid hina skaeygdu djøfla. Og veit eg svo ekki meir um tha godu mynd. Eg vaknadi samt nokkrum sinnum, fyrst thegar Ivan sagdi ad eg væri ad sofna, og svo i annad sinn thegar hann halfæpti af skrekk vid ad sja mig liggja med halfopin augun svo maradi i hvituna. Greyid helt natturulega ad eg væri buin ad gefa upp øndina, en eg hrokk upp af dasvefninum og tautadi eitthvad um ad "sådan ser jeg altid ud når jeg sover" og bylti mer svo slefandi yfir a hægri hlid skrokks mins. Ætli thad hafi ekki farid hrollur um manninn ad vita af slikum ofognudi vid hlid ser uthb adra hverja nott?

Reyndar kom upp mjog kritiskt augnablik i Højvangen 76 seint a sunnudagskvøldinu, thegar allir voru skridnir upp i rum og eina manneskjan a fotum var Matt, en hann var lettskakkur ad sysla vid tonlistina sina, og ekki beinlinis arvøkull i thvi astandi. Ju, svo kemur Jeppe heim, og vid heyrum ad hann er eitthvad ad vesenast frammi i eldhusi og svo kallar hann mjog hatt a Ivan, og ekki fyrr en hann kalladi i annad sinn ad Ivan nennti ad svara. Tha kom i ljos ad frystirinn stod i ljosum logum og thad tharf ekki ad spyrja ad thvi hvernig hefdi farid hefdi Jeppe ekki komid heim. Strakarnir sløkktu eldinn og baru frystinn ut a hlad, en eg la undir sæng og imyndadi mer fyrirsagnir Extrabladsins: " Ni døde i kollektivbrand" " Tragedie i Søborg" og så videre. En thetta for blessunarlega vel, til allrar hamingju. Mer er bara hætt ad litast a blikuna, mer finnst eg vera i obeinni lifshættu alla daga. Thad ma reyndar segja um allt annad folk, svo thad er kannski best ad slappa bara af. Svo er eg ordin svo hrædd vid arasir og innbrot, og er sifellt ad imynda mer alls kyns hroda i thvi samhengi. Las reyndar i Urban ad innbrotstilfellum fari fjølgandi, svo ekki er thetta helber imyndun.

Jaja, svo tharf eg ad fara ad utvega fleiri skjol og senda LIN. Thad er nu meira sem their eru pappirsgladir a theim bæ. Ætli eg nai ekki nidur skattstofu milli kennslustunda og gruppunnar minnar? Latum okkur sja...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home