blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, maí 07, 2004

Auðvitað for ég á barinn í gær, við hverju öðru var að búast!! og sit því hér á heilögum uppstigningardegi að ég tel úti í skola og ætla aðeins að sinna námi mínu. En fyrst að tjá sig aðeins.

Margt hefur nú breyst í lífi mínu á minna en viku. Fyrst ber að nefna hið nýja einhleypingslíf síðan á laugardaginn, og er ég enn að venjast því (takk elsku allir sem hafa sent mér meil og hringt og stutt mig í þessu máli). En þetta er fyrir bestu og bar um að gera að tjalda því sem til er, eða þannig. Verð að viðurkenna að ég sakna nú gamla djöfsa soldið en það er sjálfsagt ekkert sniðugt að við séum að kærastast lengur. Minn nýi status rann sérstaklega upp fyrir mér í gær á barnum og kom yfir mig nokkur tregi og þrá eftir öruggum örmum og hlýju, kunnuglegu plássi í rúmi. Þá er ég bara komin út á markaðinn en auðvitað voru engir sætir strákar á barnum frekar en venjulega. Hinsvegar var Alexander nýi vinur minn þar og við ræddum ástina af miklu kappi, milli hans og kærastans hans, milli mín og fyrrverandi kærastans míns og bara svona almennt. Alexander er frá Úkrainu og algert krútt með svartan lubba og leiftrandi bros. Og lika þvílíkt opinn og skemmtilegur. En hann er svo auðvitað hommi.
Annemette er svo loksins búin að dömpa unnustanum, eftir að hafa horfst í augu við þá staðreynd að hann yrði í hernum nokkur ár í viðbót og þau gætu hist sirka einu sinni á ári, sem er lítið fjör. Hún var svo að slá sér upp gaur en hann reyndist svo vera alger fáviti, svo við erum bara suddenly single og saman í þeim pakka, sem er mjög mikil huggun.

Og þá er nú gott að ég er komin með mitt nýja og fína sjónvarp, og tengt við kapalinn hans Peter og alles. Og ætla ég að njóta góðs af því í kvöld.

Þriðja breytingin: 'i gær kom ég við á kollegístjórnarskrifstofunni og var mér tjáð þar að von væri á kollegíherbergi handa mér innan skamms, svo ég flytti mér heim og sagði herberginu upp. Nú er bara að vona að við finnum leigjanda í tæka tíð svo ég missi ekki fyrirframgreiðsluna mína. við Peter ræddum þetta allt saman í mesta bróðerni í dag, og það verður að segjast eins og er að þó hann hafi svo sem sína smágalla, er hann vænsta skinn og það er búið að vera fínt að búa með honum. Kollegíherbergi hefur bara nokkra mjög stóra kosti sem vega þungt, sérstaklega í mínu litla og auma veski. Þar verð ég til dæmis með almennilega síma svo það verður hægt að spjalla almennilega við fólk ( þessi farsími er ekkert smá dýr) og best af öllu get ég hringt í fjölskyldu og vini í öðrum löndum og þau í mig án þess að það kosti det hvide ud af øjnene). Svo þetta er allt saman mjög spennandi. Ótrúlegt alveg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home