blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, maí 24, 2004

Ykkur að segja...þá er Brad Pitt magnaður í Trojunni. Þvílíkt vöðvabúnt. Við svitnuðum og slefuðum.

En já. Helgin leið fremur rólega, var í vinnunni og lék við anne eftir vinnu á laugardeginum. Niðri í bæ voru mótmæli til að bjarga Christianiu, sem Anders Fogh hyggst loka eða einkavæða eða eitthvað þaðan af verra bráðlega. Allan daginn hafði sólin skinið en vindur þó hvassur og napur, og þegar ég lagði af stað að hitta Anne niðri í bæ, hófst ein sú tryllingslegasta rigning sem ég hef lent í lengi. M.a.s. haglél dundi á vegfarendum í nokkrar mínútur. Það er skemmst frá því að segja að þegar ég kom niður í bæ,var ekki þurr þráður á mér. Við röltum aðeins um og kíktum á mótmælin, en höfðum okkur þó fljotlega á braut og hjóluðum heim til mín og bjuggum til mac'n'cheese. Svo horfðum við á sjónvarpið og mauluðum súkkulaði.

Í gær lenti ég svo í því ljóta óhappi að keðjan datt af hjólinu mínu. Alltaf hef ég heyrt að það sé barnaleikur einn að setja keðju aftur á hjól, svo ég tók til við verkið, en það hvorki gekk né rak. Eftir að hafa slegist við keðjufjandann í hálftíma, gafst ég upp, hringdi á næstu dyrabjöllu og bað um pappír til að þurrka hendur mínar, og teymdi hjólið niður á Vangede station (til allrar hamingju var ég stödd þar nálægt). Á meðan ég beið eftir lestinni varð flestum starsýnt á mig, þar á meðal manni einum, sem tók svo sömu lest og hélt áfram að stara. Eftir nokkrar stöðvar bauðst hann til að setja keðjuna aftur á og annar maður stökk til og vildi veita liðsauka sinn. Svo varð úr að við stigum öll úr á ryparken station og þeir settu keðjuna aftur á. Ég sá nu ekki betur en að þeir beittu nákvæmlega sömu aðferð og ég, en kannski aðeins meiri handlagni. Svo nú ætti ég að geta þetta sjálf, næst þegar svo ber við. Ég þakkaði þeim kærlega fyrir og hjólaði heim. Hinsvegar er ég enn með svartar hendur eftir þetta vesen allt saman, og ætla að reyna að redda því í dag. Er nefnilega að fara í atvinnuviðtal hjá einhverju Analyze institut, sem ég hef reyndar ekki mikinn áhuga á (held ég), en ætla að athuga málið. svo það er vissara að koma vel fyrir.

Alexander bauð mér i partí um helgina, hjá fótboltaklúbbi kærastans! Partí fullt af strákum, vei! Reyndar fótboltastrákar, sem ég er alveg búin að fá nóg af. jæja, það má þó alltaf skoða þá aðeins.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home