blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, júní 24, 2004

Djöfuls rigning og rok og vitleysa.

Að öðru leyti veit ég ekki hvað er að gerast með mig...horfði á landsleikinn milli Dana og Svía með Anne og Nönnu hér á dögunum og finn nú fyrir sívaxandi áhuga fyrir næsta landsleik, sem er á sunnudaginn. Ég hef hatað fótbolta og svarið fyrir nokkurn áhuga á þeirri vitleysu allt mitt líf (áhugaleysi mitt á fótbolta mun t.d. hafa átt sinn þátt í að við Ivan gáfumst upp á því að vera kærustupar)og allt í einu finnst mér þetta ekki svo galið. Málið er bara að það er betra að horfa á fótbolta með stelpum. Þá finnst mér ekki eins vandræðalegt að spyrja (veit nú ekki alveg hvað þetta segir um mig) og svo er líka hægt að tala um hverjir eru ljótir og hverjir sætir, hverjir líta út fyrir að vera góðir í rúminu, "godt udrustede" og þar fram eftir götunum.

Fattaði í dag að þetta er alveg eins og með Andra og hakkísakkinn. Meðan ég og Andri vorum saman, og eilíft hakkísakk á honum og strákunum, þá hreinlega gat ég ekki komist upp á lag með að ráða við boltafjandann. Svo þegar ég kynntist Steffi og hún fór að kenna mér þetta, var það allt í einu minnsta mál í heimi að spila hakkísakk og óstjórnlega skemmtilegt þar að auki. Í dag hef ég t.d. ævinlega hakkísakkinn minn í töskunni, svona til vonar og vara.

Kannski er þetta bara eins og með konur í stjórnendastöðum, því fleiri konur sem geta kennt konum og þjálfað konur, því auðveldara verður það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home