blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, júní 17, 2004

Þjóðhátíðardagur Íslendinga upprunninn og það sem meira er, 60 ára afmæli lýðveldisins. Eru virkilega tíu ár síðan að ég kyssti Sæla niðri í bæ og var úti fram á nótt í fyrsta sinn? Sjálfsagt var það ekki í fyrsta sinn en i minningunni er það svo.
Hvað sem því líður held ég þennan dag ekki hátíðlegan, fer heim núna á eftir og held áfram að lesa fyrir þýðingaprófið á mánudaginn. Ykkur öllum heima á landinu bláa óska ég gleðilegrar hátíðar og að þið megið skemmta ykkur vel, uppá palli´, úti í skógi, illa drukkin eðr ei. Svo ætla ég að horfa á lokaþáttinn í Sex and the city í kvöld og jafnvel maula með því súkkulaði.

Djöfuls próf og skóli! Ef ég gæti bara verið að vinna og ekki alltaf að hugsa um ritgerð sem þarf að klára að skrifa og próf sem ég þarf að mæta í á mánudaginn!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home