blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, júní 11, 2004

Hví svífur andi Óttars Martins Norðfjörð yfir vötnum og síkjum Kaupmannahafnar þessa dagana? Ég þykist sjá hann hvar sem ég fer, ýmist á leið yfir götu á hjóli, trítlandi út úr strætisvagni eða kneyfandi ölið á bekk. Ekki veit ég hverju þessu sætir.

Þvílík hvítlauksbræla í vitum mér. Það er eins og ég geti ekki lært að hvítlauksolía á pizzuv veldur andremmu.

Hápunktur vikunnar: Catinet Research hringdi í mig og tilkynnti mér að mín væri óskað í vinnu, og býst ég við að taka fyrstu vaktina þá og þegar, jafnvel strax í næstu viku! Þrjóskan borgaði sig, svei mér þá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home