blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, júní 08, 2004

Hef fundið mann drauma minna. Hann heitir André 3000 og er í tónlistartvíeykinu Outkast. Gáfaður, hæfileikaríkur, fyndinn, andríkur, sætur og með flottan maga og þykkar varir. Hvers er hægt að óska sér fremur? Að vísu sá galli á gjöf Njarðar að ég mun að öllum líkindum aldrei hitta þennan draumaprins minn og verð því láta duga að hlusta á nýja diskinn hans, The Love Below. Mæli með honum. (André hefur lika verið í langtímasambandi við Erykah Badu og á m.a.s. barn með henni, svo það hlýtur að vera eitthvað mikið varið í kauða).

En snúum okkur að öðru...Helvítis Catinet Research. Drullist til að láta mig vita hvort ég fæ vinnu hjá ykkur eðurei. Annars fer ég bara og læt eitthvað annað fyrirtæki njóta hæfileika minna.

Cardigans eru að spila í Tívolí á föstudaginn! Júhú!Hlakka geeeeeeeeeeeeðveikt til, eins og hún Hallgerður systir mín myndi segja. Það kostar líka bara 70 kr inn (sem er ódýrt fyrir tónleika með Cardigans en dýrt fyrir að fá að fara inn í Tívólí) og ég held bara að ég skelli mér og plati hann Alexander minn með. Góðu veðri spáð mestalla vikuna og af því tilefni keypti ég þrjár litlar pjötlur í HM sem dylja maga og geirvörtur en ekki meir. Svo verð ég að fara að finna mér aðrar búðir en HM. Þetta er að verða pínlegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home