blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, júní 01, 2004

Jæja mæja. Þá er bara mánuður í flutninga. Mikið hlakka ég til! Hann Pési litli er svosem besta skinn, en mikið er ég búin að fá nóg af kvennafari hans og kunnáttuleysi í klósettpappírsinnkaupum.

Sólin skín og ég er brennd í framan. Búið að setja mig á fullt af vöktum á elló, held að ég eigi ekki eina einustu fríhelgi í einn og hálfan mánuð í sumar. Það er eiginlega allt sumarið! Svo held ég að ég hætti bara á þessu elliheimili eftir sumarið og finni mér nýtt (í hjáverkum), ekkert vit að vera alltaf að þessu renniríi milli Gentofte og Amager. Ég bíð enn spennt eftir að heyra meira frá Analyze institut. Týpískt ef að ég gæti svo ekkert fengið vinnu hjá þeim! Það væri nú alveg eftir Janteloven og Murphys Law og öllum náttúrulögmálum sem fyrirfinnast.

Er að pæla í að fara í sund í kveld. Það er búið að vera alltof mikið óhollustulíferni á mér undanfarna daga, og meðal annars sífellt Ritter Sport að dúkka upp í töskunni minni, sem er mér mikil ráðgáta.


Svo ætla ég að láta að setja gíra á hjólið mitt sem fyrst, annars detta hnén mín af held ég bara. Og láta skoða í mér geiflurnar. Þær hafa ekki séð tannlækni í þrjú ár. Sem betur fer er hægt að fara í skoðun hjá nemum hjá Tannlæknaháskólanum og stefni ég á að gera það á fimmtudaginn.

Ég er mjög ósátt við þetta dansnámskeið hjá USG sem ég var að byrja á. Það er ekki sama námskeiðið og ég er búin að vera á hjá AOF, því það var sko gaman . Þetta er bara haldið inni í einhverjum ljótum leikfimisal og kennarinn fremur slappur, ef ég á að segja eins og er. En á móti kemur að þetta kostaði svosem ekki neitt.
Best að fara að drulla sér heim. Er að drepast úr hungri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home