I gær sat ég við lestur allan daginn, þar til að ég var svo aðframkomin af leiðindum að ég hringdi í Alexander og bauð honum í mat og að horfa á síðasta þattinn í Sex and the City. Það var voða kósí og gaman og gott að allt endaði vel hjá Carrie og Co.
Annars eru mál farin að versna í sambandi við þetta blessaða herbergi mitt á Godthåbsvej. Vissulega vorum við komin með leigjanda, en hún hætti síðan við (týpískt) og nuna höfum við þrettán daga til að finna leigjanda.
Ég skil nú ekki alveg hvað ég var að hugsa að sættast umhugsunarlaust á skilmála þessa manns þegar ég tók herbergið á leigu. Skilmálarnir voru t.d. þeir, að uppsagnarfrestur væru tveir mánuðir, og ef að ekki tækist að finna leigjanda innan þeirra tveggja mánaða, gæti hann tekið helminginn af fyrirframgreiðslunni minni (tveggja mánaða húsaleiga) til að borga þann mánuðinn sem enginn leigjandi væri.
Nú spyr ég þá sem betur vita, er þetta venjan? Það getur varla verið mitt vandamál að hann geti ekki fundið leigjanda? Hinsvegar gæti ég nákvæmlega ekkert gert í því ef þetta er ólöglegt þar sem að ég er búin að vera að leigja svart allan tímann og er þar að auki búin að valda vissum skemmdum á gólfinu, sem við urðum ásátt um að laga í sameiningu og þá yrði ekkert vesen með peninga hvað það varðar. Og fyrir utan að ef ég færi eitthvað að draga leigjendasamtökin inn í málið, þá kæmist gólfdæmið upp og þannig séð lítið sem ég get gert, ef svo fer að hann tekur helminginn af peningnum mínum. Þá verð ég bara að þakka Guði fyrir það að ég fer ekki á hausinn af því að missa þennan pening og að ég er í vinnu, og að það gæti svo margt annað miklu verra gerst. Eins og mamma sagði, aldrei að fara á bömmer út af peningum.
Og þá væri ég búin að læra þá lexíu.En ég vil gjarnan heyra hvað ykkur finnst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home