blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, júní 05, 2004

Þá er ég búin að borga fyrirframgreiðsluna fyrir kollegíherbergið og bíð bara eftir að fá gömlu greiðsluna tilbaka. Peter og Maria virðast vera komin á blýfast og hún er eins og grár köttur heima hjá okkur alla daga. Hún er nú reyndar alveg þrusu fín stelpa og Peter má nú bara prísa sig sælan að hafa nælt í hana. vonandi að hún geti alið greyið eitthvað betur upp.

Í gær bað ég hann um að hengja handklæðið mitt aftur upp í staðinn fyrir að henda því einatt í gólfið. Hann tautaði jújú og auðvitað, baðst þó ekki afsökunar, en var óðar kominn inn á gólf hjá mér og farinn að finna að hreingerningum og ástandi sturtuklefans. Það skal fram tekið að hann hefur ekki þrifið í eitt einasta skipti (án þess að Maria hafi fengið hann til þess með sinni aðstoð) í það hálfa ár sem ég hef búið þarna. Mér var hreinlega allri lokið og vissi ekki hvað segja skyldi. Svo að ég sagði ekki neitt eiginlega.

en mikið agalega verður gott að eignast sitt eigið heimili...Kolllegíið er líka á svo fínum stað, í hverfinu sem ég bjó áður, nálægt búðum, líkamsræktarstöð, sundlaug, bókasafni, strætó og metró, skólanum og fullt af vinum. Jibbí.

Ég er reyndar að verða geðveik á því að fá engin svör frá mögulegum framtíðaratvinnuveitendum! Hvernig á ég að geta planerað líf mitt að dönskum sið ef ég fæ engin svör? Það er ekki laust við að ég fái angistarkast yfir þessu öllu saman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home