blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, júlí 03, 2004

Kæra fólk!

Kem ekki heim í sumar, þar sem að ég hef fengið praktíkpláss (skilst að þetta sé óþekkt fyrirbæri meðal námsmanna á Íslandi en þetta er mjög algengt hér, láglaunuð/ólaunuð vinna í tengslum við nám og oft að hálfu leyti nám) i Arkhangelsk sem er að mig minnir undir Kólaskaganum...já, í Rússlandi! Allavega drullulangt í burtu og sjálfsagt óttalegt barbarí þar að finna.

Þarf þess vegna að vera hér í vinnu og að sinna ýmsum erindum varðandi hitt og þetta í allt sumar...en kem heim um jólin. Wish me luck!

Síminn minn (heimasíminn altso) er ekki kominn í lag en redda því í næstu viku. Ég er ótrúlega upptekin þessa dagana og endalaust af praktískum atriðum sem þarf að redda, sérstaklega hvað varðar þessa reisu mína í haust. Fyrir utan það að ég á ótrúlega lítið af dóti sem mig vantar, t.d. kommóðu, ávaxtaskál, skó, vetrarkápu, gardínur og þar fram eftir götunum...Í kvöld ætla ég að fara að sjá The Day after Tomorrow með tvíburabróður mínum honum Alexander. A.m.k. gáfum við okkur út fyrir að vera úkraínskir tvíburar þegar við fórum á djammið seinustu helgi og allir trúðu þvi, utan einn Pólverji sem leit á okkur og sagði: "No, you´re not Ukrainian, and he´s your gay friend, not your brother." Hið sama kvöld tókst mér að kyssa homma (á hommabar!!!!!) og leigubílstjóra...plús einhvern smástrák...ótrúleg þessi borg...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home