blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Fjandans. Eins og ávallt eftir skammlífa velgengni ef svo má kalla, er peningurinn minn að klárast (ekki von á öðru) og hef ég því sent boð til Rússlands þess efnis að ég komi ekki fyrr en 31.ágúst eða 1.september (altsvo eftir útborgun launa minna og námslána). Er búin að sækja um vegabréfsáritun og ég fæ svokallað multiple entry visa, og get því verið að fara til Rússlands eins oft og mér sýnist fram til 15ágúst á næsta ári. Ef ég ætti pening fyrir því myndi ég gera það.

En eins og ég hef sagt nærri öllum sem ég hef átt meira en tveggja mínútna samræður við undanfarið mánuð, þá ætla ég að redda mér einhverri magnaðri vinnu þegar ég kem heim og eiga nóg af pening. KOmin með meira en nóg af þessari fátæklingatilveru. Jæja. Best að fara að kaupa sóp og gólfmoppu. Ég hef ekki sópað gólf mitt og alls ekki þvegið það í nokkuð langan tíma. Og von er á gestum! Óboðnir gestir hafa reyndar komið sér fyrir inni á baði, þ.e.a.s. tvær langleggjaðar kóngulær og ein lítil og krúttuleg. Ég hef ekki viljað drepa þær þar sem að þær veiða allar flugurnar í íbúðinni (nú veit ég ekki hvað fólk fer að halda um híbýli mín). En mér finnst ósköp huggulegt að hafa þær þarna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home