blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Nú er ég alveg búin á því. Ekkert smá viðburðaríkar þessar tvær seinustu vikur. Held að ég hafi kynnst fleira fólki en maður kynnist á heilu ári og spanderað símanúmerinu mínu í ég veit ekki hvað margt fólk. Meðal annars hef ég kynnst ótrúlega sætum Svía sem er vinur eins barþjónsins á MOose (dæmigert), kynntist kauða reyndar á Moose. Barþjónninn vinur hans er gyðingur og mikill þjóðernissinni. Hann mun hafa rakið raunir Gyðinga fyrir Alexander og sagt honum sögu þeirra í af miklum ákafa og í smáatriðum. Eitthvað rússalegt við þetta að kvarta og kveina undan þjáningum þjóðar sinnar... okkur sýndist hann nú ekkert vera mjög illa haldinn og helst að hann ætti að kaupa sér flottari gleraugu. En ég verð að hitta þennan Svía aftur! Hann var sko skemmtilegur. Og sætur með ljóst krullað hár og blá augu som en julimorron...Sænskir strákar eru svo mikil krútt.

Helga systir hennar Fjólu var hér í gær í millilendingu og við þrömmuðum bæinn þveran og endilangan, spjölluðum um allt og ekkert, fórum í búðir, héngum Nemolandi í Stínu og borðuðum síld á Café Halvvejen. Það líkaði mér vel og hyggst ég endurtaka það við tækifæri. Svo hringdum við í Fjólu...nei hún hringdi í okkur um kveldið og mikið ótrúlega var gaman að heyra röddina hennar! Þá fattaði ég enn betur hvað ég sakna hennar...og ykkar...mikið. En svona er lífið, ekki hægt að bæði halda og sleppa.

Hmm...fékk mail frá Brandon!! Það er nú meira sem honum hlýtur að leiðast á þessu skipi sínu. Veit ekki alveg hvort ég eigi að svara honum, finnst enginn tilgangur í að vera að endurlífga gamla internetrómansa. Tja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home