blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, júlí 19, 2004

Jibbí Kalli!!
 
Kláraði að skrifa ritgerðartuðruna í þessu og Andreas ætlar að lesa hana yfir fyrir mig í kvöld. Blessaður kallinn...hann er hættur við að skila sinni og ætlar að skila henni um jólin. Svona hafa danskir námsmenn það gott. Þeir hreinlega ráða sínu námi sjálfir, annað en við Íslendingarnir, bundnir og þjakaðir undir fjötrum og oki Lánasjóðs.
Hann kom líka við hjá mér í gær og setti upp hillur, spegil og gardínur. Nú er herbergið því farið að líkjast mannabústað en ekki hvítum geymslukassa. Vantar bara plaköt og myndir á veggina...plús sjónvarpsborð, kommóðu og fleira smotterí...
 
en já. Ritgerðin. Svo prófarkalesa Andreas og Trine hana í kvöld og svo vona ég að það sé eitthvað samhengi í þessari endaleysu sem ég er búin að vera að pára síðan um páskana. Skila henni svo á morgun eða hinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home