blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, júlí 16, 2004

Í dag skín sólin í fyrsta sinn í laaaaaaangan tíma. Samt ekkert svo heitt. Dónaskapur er þetta eins og Anna Hera sagði á Hróa um árið. Þetta er eignilega hálfruglandi að það sé haustveður í heilan mánuð og svo fer sólin að glenna sig. Vona hálft í hvoru...jæja ók samt ekki, það væri líka fínt að fá almennilegt veður í ágúst. Er bara eiginlega búin að setja mig úr öllum sumarstellingum, og búin að venjast því að það hafi ekki verið neitt almennilegt sumar.
 
Nanna kom í heimsókn í gær og við borðuðum borsj og fórum svo á Moose...þriðja kvöldið í röð!!! Það var samt mjög rólegt og við fórum heim upp úr miðnætti, akkúrat um það leyti sem geðveikin var að komast á almennilegt skrið. Hitti gyðingsbarþjóninn og spurði eftir sæta vini hans. Sem er ekki að fara koma aftur til Köbennæstu tvo mánuðina af þvi hann er í einhverjum fokkings sumarbústað og svo að flytja til Gautaborgar!!! Damnit. Þetta er í algeru ósamræmi við mín plön (sem voru að taka lestina til Malmö þar sem hann býr núna og kynnast honum betur). Jæja, ég er hvort sem er að fara til Arkhangelsk. En eru það örlög mín að þeir sem ég hef áhuga á eru alltaf á leiðinni eitthvað annað en ég? En svo er það eflaust þannig að ef að maður næði að kynnast þessum draumaprinsum meira en einn dag (veit ekki hvað ég hef lent oft í þessu orðið) þá væru þeir sjálfsagt alveg jafn ömurlegir og allir hinir. Á hinn bóginn má leika sér að tilhugsuninni um að t.d. þessi sænski strákur sé THE ONE. En ég hélt það líka um Brandon þar til að ég fattaði að hann hafði ekkert margt merkilegt fram að færa (a.m.k. ekki í meilunum sínum) og líka um strákinn sem vann í eldhúsinu á Tsinik ...og líka um Oleg sem ég kynntist á Tsinik... og örugglega einhverja fleiri sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Well well. Kannski eins gott að maður kemst aldrei að því rétta í málinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home