Á helstu fréttavefjum að dæma virðist sem íslamskir bókstafstrúaðir öfgahópar sem og tétsénskir skæruliðar séu að dreifa sér um hinn gjörvalla vestræna heim. Al-Kaída komið til Danmerkur og svona. Vinalegt bara. Hér í norðri hefur til allrar hamingju orðið lítið vart við hryðjuverkjabylgjuna ógurlegu, reyndar fannst efni til sprengjugerðar og múslímsk öfgablöð í sumarbústaðnum hjá einhverjum Dagestana ekki langt frá Arkhangelsk. Hann hefur verið svona einn að rísla sér við að búa til flugelda, ætli það ekki.
En áns alls gríns finnst mér þetta færast nær og nær. Maður spyr sig hvenær fyrsta árásin á Danmörku muni eiga sér stað?
En sláum á aðra strengi...tókst loksins að hafa upp á pöbb/kaffihúsi sem var gaman að vera á, skrapp nefnilega með henni Lísu á mér áður óþekktan stað sem heitir Traktír í gærkveldi. Þessi staður var bæði hyggelig og billig og ekki leiðinlegur með ljótri innréttingu og teknótónlist. Við fengum okkur að borða og nokkra bjóra og það var allt gott og blessað, nema að þjónustustúlkan (sem virtist vera á fermingaraldri og hét reyndar líka Anna) barði mig í höfuðið með disk sem hún var að rétta yfir borðið, og var svo það ósvífin að hlæja að mér og segja MÉR að passa mig. Annars get ég ekki sagt annað en að mér hafi litist vel á þennan stað og ætlum við að fara þangað aftur um helgina og aldrei að vita nema við fáum okkur snúning. Sá ekki betur en að þarna væri eðlilegt fólk á okkar aldri.
Enda var ég orðin desperat í gær eftir að sjá eitthvað annað en herbergið mitt og vera samvistum við einhvern annan en persónurnar í Önnu Karenínu. Þessi bók er að verða mín önnur tilvera.
1 Comments:
Já auðvitað fér ég héim um jólin!! Annars allt að verða vitlaust af íslands áhuga og æsingi hér í bæ...
By Jon Kyst, at 11:06 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home