blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, október 14, 2004

Mér líst æ verr á þessa eróbikk hugmynd mína því sem nær dregur. Planið er að fara í dag, sjá hvernig mér líst á þetta og kaupa svo mánaðarkort ef þetta er þolanlegt helvíti.
Samt finnst mér eróbikk leiðinlegt. En það er sem sagt um tvennt að velja. Fara í eróbikk og þar með væntanlega minnka fitusöfnun, eða ekki fara í eróbikk og þar með leyfa fitusöfnun að eiga sér stað að mestu leyti óhindrað. Ó mig arma.

Hinsvegar er ég orðin Project Coordinator fyrir íslensku ljósmyndasýninguna og menningarlegur tengill fyrir ýmis "Íslensk" verkefni sem munu eiga sér stað hér í bæ á næstkomandi mánuðum, sem á auðvitað að básúna í öll blöð og lókal sjónvarpsstöðvar. Og von á afar hæstvirtum sænskum embættismanni hingað á mánudaginn. Það verður víst eigi hjá eróbikki komist. Og fara í klippingu...en það telst víst frekar til ánægju en hitt. Ó, ó, ó. Hvenær ætli úrval líkamsræktar aukist í þessu landi? Sjálfsagt ekki fyrr en eftir áramót.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home