Pa-rússkí!!
Það er alltaf áhættusamt að fara í klippingu, sérstaklega hér í landi. ég lagði sem sagt út í slíkar aðgerðir á laugardaginn eftir Pilatestímann og fór á hárgreiðslustofuna við hliðina á Afródítu. á meðan ég sat í stólnum var hávaxni sæti strákurinn sem alltaf er að lyfta á Afródítu sívaðandi inn og út af hárgreiðslustofunni, og í hvert skipti sem lét sig hverfa hófust miklar umræður um kosti og galla hins unga manns. Ég varð þess vísari að hann héti Vova, væri 23 ára og tannlæknir að mennt, og sætari en Maxim. Svo klippti hárgreiðslukonan mig á mjög svipaðan hátt og hún sjálf var klippt - not good. Þegar aðgerðin var yfirstaðin var ég með mjög hárkollulegt hár og núna er toppurinn á mér mjög stuttur og ég er eiginlega ekki viss hvað mér á að finnast um þetta útlit mitt. Vonandi að þetta vaxi eðlilega úr sér. Og svo vissi ég ekki fyrri til en að það var búið að ginna mig í handsnyrtingu. einhvern tímann er allt fyrst.
Sænski ræðismaðurinn er væntanlegur eftir 50 mínútur. Elena er búin að vera á þönum í allan dag að kaupa kex og brieosta, stinga gulum blómum í bláa Ikeavasa og undirbúa komu mikilmennisins sem best. Ég bíð spennt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home