blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, nóvember 01, 2004

Fjórða færslan í dag! Nú fyrst er hægt að fara að tala um leiðindi, ha krakkar?

Nei djók. Sannleikurinn er sá að ég er sennilega að missa vitið af því að sitja í þögninni á þessari skrifstofu. Ekki einu sinni helvítið hann Mikkel getur drullast til að láta vita hvenær má hitta á hann, á föstudag eða mánudag. Svo er Windows Media Player með ógeðslega óþolandi stæla og lætur engan veginn að stjórn. Bæði telur hann að sound card sé missing og svo sé ekkert audio device, að minnsta kosti sé það not working properly. Og ég get með engu móti fengið öll lögin sem krúttið hún litlasystir mín sendi mér, til að spilast. Ef einhver hefur vit á svona löguðu bið ég þann einstakling í nafni manngæsku og náungakærleiks að senda mér leiðbeiningar. Því ekki skildi hann Díma nokkuð í þessu, ónei.

1 Comments:

  • Nei, ég held ég þrauki...þetta er yfirleitt ágætt, nema á svona dauðyflisdögum. En á morgun kemur Elena tilbaka og svo fer ég á fyllerí til STP. Og hvað ætti ég líka að gera við Jóa Ben ef ég skippaði þessu og færi aftur til Köbbsa? Kúra með honum í tvíbreiða svefnsófanum?
    Annovitsj

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home