blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, október 21, 2004

Fita sést ekki í myrkri

Í gærkveldi á milli 19.50 og 20.40 húktu tugir þúsunda manna í borginni Arkhangelsk við Hvítahafið í Norður-Rússlandi í svarta myrkri vegna rafmagnsleysis. Ekki er enn vitað um orsakir rafmagnsleysisins. Þegar myrkrið skall á var Anna Guðlaugsdóttir stödd í matvöruversluninni Polus og einmitt búin að velja sér múslí sem átti að hafa í morgunmat næsta dag. Þegar ljósin slokknuðu og svartnættið færðist yfir borgina taldi hún víst að þetta væri undanfarinn að hryðjuverkaárás og lagði því múslípokann frá sér í snatri og hlustaði eftir mögulegum öskrum eða byssuskotum, sem gætu bent til slíks. Í ljós kom þó að ekki var um hættuástand að ræða. Anna fór því heim á hótelið, sat þar í niðdimmri móttökunni og ræddi um Sovétríkin við aldraðan starfsmann hótelsins og beið þess að ljósið kæmi aftur. Þegar það gerðist fór hún inn á herbergið sitt, hringdi í móður sína og viðurkenndi að hana langaði heim.

Umrædd Anna er einnig mjög þreytt á því að sjá mittismál sitt og almennt ummál aukast dag frá degi, og er komin með viðbjóð á rússneskum mat.

2 Comments:

  • Jesús minn, greyið mitt. Þú hefur greinilegt þurft á áfallahjálp að halda. Kannski ég splæsi á þig símtali. Geturðu annars ekki spjallað á skype?

    By Blogger Tinnuli, at 6:23 e.h.  

  • Nei, ég er sko með síma... 7 8182 26 17 69 og biðja um nr 209, eða 7 (8) 911 588 88 33...Öll símtöl eru vel þegin. Þess má geta að megrunin hófst í dag.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home