blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, október 19, 2004

Og fyrst ég er komin í þennan ham, vil ég setja stórt spurningarmerki við auglýsinguna frá herbalife, sem má sjá að t.d. visir.is og mbl.is, sem ber heitið "Ertu mamma?" Þar er öllum mömmum bent á að vinnustaður innan fjögurra veggja heimilislífsins sé þeim og fjölskyldunni fyrir bestu, því þá geti þær nefnilega líka sinnt börnunum. Hvernig væri að auglýsingin héti einfaldlega "Ertu foreldri?" Veit ekki betur en að feður Íslands og feður almennt hefðu bara gott af því að vera heima með börnunum sínum, alveg jafn mikið og mæðurnar!!! Svo finnst mér líka hreinlega verið að gefa í skyn með svona auglýsingum að vinna kvenna og staða þeirra á vinnumarkaðnum sé ómerkari en vinna karla, og þær geti þá alveg eins verið heima hjá sér að selja herbalife á netinu, svona milli skúringa og skeininga.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home