blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Rússkí dzjéntelmén!

Lenti í mjög skemmtilegu í gær. Dina hafði sigað á mig gömlum skólabróður sínum, sem er læknanemi hér í bæ. Hún var reyndar búin að segja mér mjög fyndnar sögur af hreinlætisæði og smámunasemi hans, svo ég vissi ekki alveg við hverju var að búast...en allavega, fór að hitta dengsa og hann reyndist vera fríður ungur maður og séntilmennskan uppmáluð.
Við fórum fyrst á kaffihús og hann stjanaði við mig á alla lund. Mér fannst pínu erfitt að átta mig á hvernig hann leit á þetta stefnumót, hvort þetta væri "date" eða bara socialising, því hann var alltaf að snerta mig svona lauflétt þegar því varð við komið og sat einhvern veginn svo nálægt mér alltaf. En sumir karlmenn eru bara svona, alltaf að klappa manni og smádaðra við mann, .þó að þeir meini kannski ekkert með því. Mér fannst þetta eiginlega bara ágætt, alltaf gaman að svona löguðu og leyfði honum að leiða mig um allt, klæða mig í kápuna og þar fram eftir götunum.

Svo fórum við í keilu með vinum hans og ég ýmist malaði alla eða jarðaði sjálfa mig. Þetta var í fyrsta sinn sem ég spila keilu í lífi mínu svo mér þótti bara vel takast til. Vinir hans voru mjög skemmtilegir og svo fórum við á næturklúbb og dönsuðum þar við housetónlist sem mest við máttum. Ég er alveg að komast inn í þennan rússneska electronics fíling, þó ég myndi sjálfsagt aldrei fara á slíka staði heima. Heim kom ég þó ekki fyrr en hálffimm (!) og er nú í vinnunni að drekka appelsínusafa.

Eitt var reyndar mjög dularfullt við þetta kvöld (sem reyndist ekki vera deit) og það var að Olga og Sergei, vinir Sasha, sem mér sýndust vera afar hamingjusamt og ástfangið par, alltaf að kyssast og knúsast, reyndust svo ekki vera par! Eftir að Olga fór heim hallaði ég mér að Sergei og sagði að þau væru rosalega fallegt par, og að það væri alltaf ánægjulegt að sjá ástfangið fólk. Hann rak upp rokna hlátur og sagðist til allrar hamingju vera einhleypur og að hann myndi brjálast á Olgu innan viku, ef þau væru par. Ég var alveg lens.
Svo er reyndar eitt, sem mér finnst mjög erfitt að venjast og það er þetta með að strákar borgi allt fyrir mann - ég tala nú ekki um ef um er að ræða bláfátæka háskólanema! Að einu leyti er ég hreinlega ekki vön þessu, að öðru leyti finnst mér engin ástæða til að annað fólk sé alltaf að borga fyrir mig þegar ég á minn eigin pening (frá Lánasjóði, híhí). Á hinn bóginn finnst mér það í lagi svona af og til, og allt í lagi svona á fyrsta stefnumóti (þó að þetta hafi ekki verið alvöru deit).
En að öllu leyti var þetta velheppnað kvöld og það sem ég þurfti til að koma mér í gírinn fyrir STP.Ru...

3 Comments:

  • Hæ anna mín, ég var að lesa ALLT bloggið þitt því ég hef ekki skoðað það svo lengi. það hefur greinilega ýmislegt drifið á daga þína!! ánægjulegt að þú skyldir prófa keilu, það er svo gaman:) hlakka til að fá þig heim:D

    By Blogger Halla, at 11:49 e.h.  

  • Ég segji það nú! Gefðu þig fram svo ég geti fengið ráð við kvillum mínum!

    By Blogger Tinnuli, at 3:41 e.h.  

  • hæ, hver er þetta?
    ég kom hingað í gær og það var myrkur..
    rússneskt myrkur.

    By Blogger gulli, at 3:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home