blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, nóvember 27, 2004

Miklar hræringar í málum innflytjenda í Danmörku þessa dagana. Mér finnst alltaf svolítið erfitt að ákveða hvað mér eigi að finnast um þetta, þar sem að ég er sjálf innflytjandi en telst ekki til vandamálainnflytjendanna. Reyndar myndi ég segja að mig mætti telja einn af best integrereruðu innflytjendunum í Danmörku. Svo er alltaf svolítið erfitt að vera bæði politically correct og jafnframt reyna að fatta hvað er satt og hvað eru ýkjur eða hreinar lygar í blöðunum.

Persónulega held ég að Danmörk væri leiðinlegri ef engir væru innflytjendurnir, en að öðru leyti er ég sammála því að velferðarkerfið getur ekki endalaust tekið við nýjum innflytjendum og ausið úr sínum skálum, sérstaklega þar sem að virkilega mikið af þessu innflutta vinnuafli nýtist ekki sem skyldi og þar af leiðandi taka innflytjendurnir kannski meiri pening úr ríkiskassanum en þeir leggja inn. Danir eru líka sjálfir sökudólgar í þessu, þar sem að það er alþekkt vandamál að innflytjendur eiga erfitt með að fá almennilega vinnu, sérstaklega ef að þeir eru með háskólamenntun. T.d. var ég að vinna á elliheimilinu með Sýrlendingi sem var umhverfisfræðingur og landbúnaðarsérfræðingur að mennt, en var þó öngvu að síður að skeina og skipta á bleyjum á gamlingjum.

Já, það er vandlifað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home