blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Þreytt er ég bæði, þyrst og svöng, eins og geitin sagði í sögunni hennar ömmu. Því miður gefst mér ekki færi á að hlaupa dægrin löng, annars myndi ég svo sannarlega gera það. Þetta kyrrsetu-skrifstofublókarlíf er að fara með mig. Í gær fór ég hreinlega í vont skap af hreyfingarleysi, og varð mjög pirruð út í allt og alla. En svo fór ég að sjá Bridget Jones um kvöldið og gladdist á ný. Elsku andhetjan mín hún Bridget. Knúsímúsknús!!!!

Mér til mikillar gleði og ánægju (eða hitt þó heldur) hef ég komist að því að ég mun eigi eyða öllu jólafríinu í sundlaugum Reykjavíkur/göngutúrum/faðmi fjölskyldu og vina, heldur mun mikill hluti þess fara í að undirbúa og skrifa kúka málvísindaritgerð, sem mér skilst að eigi að vera 10 bls og á að skila 5.janúar. Hvílík grimmd og vægðarleysi. Ég sem hélt að ég ætti ekki að skila henni fyrr en 15.janúar.

En allavegana, sökum þessarar ritgerðartruntu sé ég mig tilneydda að tilkynna fjölskyldu og vinum að:
a) ég mun að öllum líkindum þurfa að eyða frekar miklum tíma í þessa ritsmíð og undirbúning hennar. Hér er um líf og dauða að ræða, you see. Eða a.m.k. Lánasjóð íslenskra námsmanna.
b) þar afleiðandi er ekki ráðlegt að búast við miklum tilþrifum af minni hálfu varðandi eldamennsku á jólunum...eða aðra daga yfirleitt.
c)sennilegast muni ég ekki hafa eins mikinn tíma fyrir hitting eins og ég hafði vonað. Óþolandi en satt. Mun þó gera mitt besta.

Svona er líf námsmanna. Aldrei, aldrei, aldrei frí.

3 Comments:

  • æjæjæj... en við sjáumst samt, og þú kannski heldur upp á afmælið þitt?

    By Blogger Thóra, at 2:45 e.h.  

  • Mig dreymdi í nótt að ég fór til Danmerkur af einhverjum óskiljanlegum ástæðum og held að ég hafi hitt þig í draumnum, eða þá að við hittumst einmitt ekki, sem var mjög slæmt, því ég stoppaði þar bara í örfáar klukkustundir!
    Fékk smsið frá þér í gær.. örvæntu ei!

    By Blogger Tinnuli, at 3:53 e.h.  

  • Jú, hæ! Auðvitað held ég upp á afmælið mitt en það verður sennilega bara á einhverri búllu, get varla farið að reka foreldra mína og alla aðra fjölskyldumeðlimi (sem eru orðnir nokkuð margir) út. Svo það verður bara sá bar sem býður upp á ódýrasta bjórinn, jafnvel spurning um að fara út að borða fyrst?

    By Blogger Jon Kyst, at 6:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home