Business Class
Var að koma heim til Arkhangelsk úr fyrsta business trippi lífs míns, hef ekki gert annað en að raða í mig ókeypis mat og liggja á business class síðan á fimmtudaginn. Það er deginum ljósara að ég þarf að næla mér í fastráðningu í svona vinnu sem fyrst.
Mín var semsagt send til Petrozavodsk að segja Rússum frá landi voru og þjóð. Þetta var allt voða gaman og huggulegt og bara ágætis mannskapur sem á að spreða í praktík um öll Norðurlöndin. Fólki þótti áhugavert að heyra um Ísland, sérstaklega um íslenska karlmenn sem taka til og elda og um landadrykkju íslenskra unglinga. Ég fitjaði nú ekki upp á því umræðuefni sjálf, þarna var staddur maður sem var á leiðinni til Íslands og hann hafði frétt af þessu einhvern veginn.
Svo fórum við Henriette (praktíkantinn frá Murmansk, dönsk stelpa) út um kvöldið og fórum á pubcrawl með norskri stelpu sem heitir Jórunn og kennir norsku í Petrozavodsk. það verður að segjast eins og er að barirnir í Petrozavodsk eru ekki mikið til að hrópa húrra fyrir, af einskærri þrjósku kneyfuðum við þó ölið til morguns og fórum svo heim á hótel og drukkum bjór inn á herberginu mínu, þar til við lognuðumst út af við undirleik rússneska mtv. Þar afleiðandi hef ég einungis séð hinn góða bæ Petrozavodsk í myrkri, því ekki lufsuðumst við á fætur fyrr en hálfsex um kveldið.
Nú er ein vika eftir hér í bæ, tæpar tvær til heimferðar. Get enn náð að bæta á mig nokkrum kílóum.
2 Comments:
Gilli gilli hlæ hlæ
hristisk spik
og vit í aska er látið
og bókin er ólesin
en ekkert óétið
á heimili
hins fátæka, frílausa námsmanns
By Tinnuli, at 7:01 e.h.
Já, þetta er viðurstyggilegt ástand. ég er að breytast í lítinn ljóshærðan gölt, eða öllu réttara gyltu, án gríns. Veit ekki hvar þetta myndi enda, ef ég væri ekki á leiðinni úr þessu stórhættulega landi innan skamms...
By Nafnlaus, at 10:34 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home