blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, janúar 28, 2005

Fögur er borgin við sundin blá, mælti skáldið. Ekki veit ég hvaða skáld komst svo að orði, og eflaust hafði hann í huga mína gaddfreðnu heimahaga, en engu að síður passa þessi orð vel við Kaupmannahöfn þessa dagana. Heiður himinn, tært loft og dúðað fólk að sinna sínu. Og ég á fleygiferð í rauðu kápunni minni með roða í kinnum, og spænskan koss á vörum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home