blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Ég er komin með nett æði fyrir dönskum mat, og þá sérstaklega smurbrauðum og síld. Einnig hef ég tekið eftir því að öll þessi snittusmurning í vinnunni hefur komið inn þeirri hugmynd hjá mér að mæjónessalöt af ýmsu tagi séu í raun og veru matur, og að þau beri að kaupa, rétt eins og brauð og ávexti. Hooooooojjjjjjjj, eins og afi var vanur að segja. En helvíti er lekkert í þessum sudda. Og svo er ég búin að borða svona 3 kíló af nammi í vikunni.
Égveit ekki alveg hvað þessu veldur, en skelli skuldinni á tíðahringinn ,og að einhverju leyti á ísöldina sem hefur lagst þungt á Danaveldi. Hér mjakast fólk áfram með bauga undir augum, vafið í loðfeldi og prjónasjöl og önnur hver setning inniheldur orðasambandið "eeeejjjjj, hvor er det koldt!" Enda hefur þessi þjóð seint talist til hreystimenna.

1 Comments:

  • Það var einmitt gert grín af þessu í fréttunum í vikunni að þetta liti nú bara út sem hið besta veður á íslenskum mælikvarða :)
    Sóley

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home