blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, febrúar 21, 2005

Oft er verið að tala um hversu miklu máli innréttingin skipti fyrir líðan manns, og það tel ég hérmeð sannað.

Í gær fórum við Miguel á indverskan veitingastað, og lentum þar aldeilis í því. Í byrjun lofaði allt góðu, brosmilt starfsfólk bar okkur marglita rétti sem þó voru furðu bragðlausir miðað við hvað gengur og gerist í þessum efnum. Eftir því sem leið á máltíðina tók skap okkar að þyngjast, og ekki af því að við værum að rífast eða tala um eitthvað leiðinlegt. Allt í einu var ég sokkin djúpt í eymdarfen heimþráar, mæðu og almenns weltschmertz, og Miguel kominn með hjartslátt og svita á enni af angist, og aldrei virtist þessari máltíð (sem notabene versnaði og versnaði að öllu leyti) ætla að ljúka. Loksins tókst okkur þó að borga og koma okkur út, og það rann upp fyrir okkur að það var hreinlega innréttingin sem var að gera út af við okkur. Þarna var allt málað í dökkum rauðbrúnum litum og veggirnir einhvern veginn útskornir í litlum krúsídúllum, og úr hverju horni ýldi sorgarsöngur á ókunnugu tungumáli við undirleik grátandi harpna og framandi strengjahljóðfæra.
Eftir nokkra stund vorum við þó búin að jafna okkur, og sórum við þess dýran eið að hallmæla öldurhúsi þessu við hvern sem heyra vildi. Og þar með vil ég mæla með að allir lesendur þessa blogs leggi stóran sveig utan um veitingastaðinn Kashmir á Nörrebrogade, eigi þeir leið þar hjá.

2 Comments:

  • ha ha, og mig sem hefur alltaf dreymt um að opna veitingahúsið Kaffi Kasmír!

    By Blogger Tinnuli, at 11:32 e.h.  

  • Láttu það alveg ógert væna mín, aldrei að vita nema bölvun fylgi nafninu...

    By Blogger Jon Kyst, at 5:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home