blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, júní 03, 2005

Er ekki viss nema að ég sé að verða kontrólfrík. Ég sem hélt að ég væri svo innilega afslöppuð og kontróllaus, en svo er ekki. Ég er nefnilega farin að taka eftir að ég pirrast ógeðslega ef það fer ekki allt eftir mínum áætlunum og tímaplönum. Kannski maður skelli sér bara aftur í þerapíu til að reyna að laga þetta.

Eníveis, Eilis er komin í heimsókn og í dag heimsóttum við Tönju og Christian og þeirra búlduleita barn. Svo tókum við strætó til Dragör og fórum á ruslaralegan markað og keyptum gamalt drasl og borðuðum fitugar núðlur. Við ætluðum að fara til Dragörbæjar og rölta þar um lítil vinaleg stræti og fá okkur sildemad á huggulegri krá, en svo langt komumst við aldrei. Núna er Miguel að búa til lasönju og Eilis að smyrja á sig brúnkukremi inni á baði, og allt stefnir í ofdrykkju í kvöld. Ja svei.

1 Comments:

  • ofdrykkja já... jæja mæja... hafðu það gott!!! ;)

    By Blogger Halla, at 9:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home