blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, júní 08, 2005

Mikið andleysi hrjáir mig þessa dagana, ég er helst upptekin af praktískum hlutum eins og fjármálum. Á morgun þarf ég að senda skuldabréf og borga af tölvunni, og svo verð ég að fara að útvega mér tryggingu á vélina. Svo væri eflaust ekkert vitlaust að hætta að eyða svona miklum pening í drasl, og temja sér sparnað. Ekki það að ég sé mikil eyðslukló, en mér finnst ég ekki hafa farið nógu vel með peningana mína síðan um áramótin. Lífið kallar bara á svo mikil útgjöld, sérstaklega ef maður lifir í kapitalista-efnishyggjuheimi eins og ég. Sama hversu ég vildi óska að ég væri svo andlega sinnuð að mig langaði aldrei í ný föt, skó, geisladiska, snyrtivörur, heimilisdót og góðan mat, þá mun það sjálfsagt seint gerast.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home