Útborgunardagur í dag. Svosem ekkert merkilegt í sjálfu sér, alltaf sömu skítalaunin. Ég bíð þess dags þegar fólk kemur loksins auga á snilligáfu mína og fer að borga mér 1000dk á tímann fyrir það eitt að draga andann.
Hvað um það, ég fékk skyndilega hugljómun og hljóp beint eftir vinnu út í Intersport og keypti massívan íþróttabrjóstahaldara og sippuband. Svo fór ég niður í leikfimisal og hamaðist þar sem mest ég mátti. Það er nú meira hvað það getur verið erfitt að sippa þegar maður er orðinn stór, nokkuð sem maður gerði án þess að depla auga í bernsku. Ég gerði ekki annað en að flækjast í þessu hvað eftir annað, en minnug boxtímabilsins míns hélt ég ótrauð áfram, og er viss um að ég verði fljótlega jafn lunkin í sippinu og ég var þá...fyrir fimm árum síðan. Jæks!!
Næstu kaup verða 1 kílóa handlóð fyrir þolþjálfun og svo langar mig í almennileg 2 eða 3 kílóa lóð fyrir lyftingar. ég er nefnilega jafn mikill íþróttafanatíker og mamma.
Í kvöld ætlum við að fara að sjá Nik og Jay í Tívolí. Þeir eru svona...hmm, veit ekki hvort það sé eitthvað sambærilegt á Íslandi eins og er. Segjum bara að þeir eru hataðir og dáðir, flestir taka alfarið fyrir að finna fyrir öðru en hyldjúpri andúð á guttunum, en svo finnst held ég öllum þeir skemmtilegir þegar enginn sér til/komin er guðaveig í glas. Á eftir ætlum við að fara út og kannski koma þessir ítölsku og spænsku vinir hans Miguel með. ég er skíthrædd við þá. Ekki bókstaflega, en ég meika ekki að sitja ein kona (einhvern veginn verður það verra af því að vera með sítt ljóst hár, veit að það er steikt en samt...) með hóp af latínóum sem blaðra bara um sitt á sínu, þó að þeir kunni ensku. Kannski er ég að ýkja þetta fyrir sjálfri mér, en ég er a.m.k. komin með neyðarlínu til Nönnu fyrir kvöldið, ef að það stefnir í svonalagað. Svo er eitt - hugmynd flestra stráka um skemmtun er að sitja, drekka bjór og tala. Þetta finnst mér hin mesta firra. Hvernig ætti það að geta verið gaman nema rétt fyrst eða með hléum? Ég tek ekki slíkt í mál. Svo er ég kannski bara að ímynda mér þetta allt og strákarnir verða ofurhressir og reyta af sér brandarana í allt kvöld.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home