blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Í gær bauðst skyndilegur möguleiki á nánum endurfundum við yndin mín þau Anne, Alexander og Nönnu á Studenterhusinu. Fyrst fór ég í dans, og komst þar að þeirri niðurstöðu að Nanna Elíza hafi rétt fyrir sér varðandi danskennarann. Það er ekki einleikið hversu miklar rassa og brjóstahristingar eiga sér stað í upphituninni, og það á alla kanta. Ég held að hann sé að þessu svo að hann geti skoðað rassana og tútturnar á okkur in action.

Svo hljóp ég heim í sturtu, gerði mig ýýýýkt sæta (takk Halla fyrir leðurpilsið, virkar alltaf!!) og spilaði sömu lögin aftur og aftur, þar til nágrannarnir hafa sjálfsagt verið að snappa á mér. Svo dreif ég mig niður á Studenterhusið og átti þar óhemju gleðilega endurfundi við krakkana, sem og marga af krökkunum úr seinustu tveimur ferðum. Ansi vel heppnað kveld í alla staði. Við Alexander hittum á leið heim ungan Ameríkana/Bosníumann, sem var furðu vel mæltur á rússnesku, og fannst okkur fátt vera betur við hæfi en að bjóða honum á International Torsdagsbar í kvöld. Svo get ég annars sagt ykkur það, að líkaminn hefur ekki gott af því að borða Double Cheese Whopper og franskar með því á nóttunni. Maður sefur ekki vel eftir slíkt át.

1 Comments:

  • double cheese whopper!!! ég hef reyndar borðað tvöfaldan beikon ostborgara á nonnabita og það kvikindi er sko á stærð við fjóra hamborgara!!! ég fór auðvitað létt með það og kláraði bátana fyrir guðrúnu og grétar!!! ;)

    By Blogger Halla, at 7:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home