Í augnablikinu finnst mér ég vera svona fimmtán árum eldri en ég er. Hvernig verður það þegar ég verð í raun og veru fertug? Verð ég þá eins og ég sé fimmtíu og fimm? Kannski nær þetta að reddast þegar ég verð farin að fá S.U. eða komin í alvöru vinnu og þar með með rétt á sumarfríi eins og annað fólk. Var að ræða hið S.U. lausa líf við eina stelpu í skólanum í gær. Hún er að skrifa mastersritgerð og hafði, að mér skildist, klárað S.U.ið fyrir nokkru síðan. Við vorum sammála um að maður eldist um svona tíu ár af þessu líferni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home