blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, febrúar 13, 2006

Vorið hlýtur að vera að koma. Það getur ekki verið meira en mánuður eftir af þessari grámyglu, a.m.k. eru fuglatetur að burðast við að tísta hér á morgnana. Einhvern tímann hlýtur að létta til, sanniði til, en skönne dag fæ ég S.U. og/eða frábær laun, sumarfrí og pening til að fara á sólarströnd, til tannlæknis og á snyrtistofur. I augnablikinu finnst mér eins og ég eigi eftir að vera blönk alla mína ævi.

Á laugardaginn hitti ég dönsku fósturforeldrana hans Armens. Eða fósturforeldra, veit ekki hvort að það sé rétta orðið, hann býr hjá þessu fólki, varla gerir það þau að fósturforeldrum. Þau voru mjög, mjög dönsk. Hin dönsku erkihjón. Ágætis fólk, en það fékk mig til að hugsa hvað ég er sjaldan innan um Dani að gera algerlega danska hluti. Þegar ég er með dönsku vinum mínum erum við yfirleitt að gera eitthvað frekar ódanskt. Á DIS er annar hver maður Kani eða eitthvað þaðan af verra, hehe, svo það er kannski helst í hjemmeplejen sem ég er virkilega að danskast. Þegar ég er að smyrja smörrebröd ofan í gamlingjana og svoleiðis. Ég borða reyndar oft smörrebröd sjálf heima hjá mér, og það með góðri lyst.

Svo bara aftenvagt í kvöld. Ójá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home